Nýtt upphaf
Sá sem verður kristinn verður nýr maður. Hann er ekki lengur sá sami því hann hefur eignast nýtt líf!
2Kro 5:17
Ný sköpun. Nýtt upphaf. Það eru góðar fréttir fyrir alla sem hafa einhvern tímann óskað þess að geta byrjað upp á nýtt.
Áður en við getum hins vegar lært að meta þessar góðu fréttir verðum við að skilja fyllilega hvers vegna við þörfnumst nýs upphafs.
Af hverju þurfum við að verða ný sköpun? Hvers vegna þörfnumst við frelsis?
Vandinn: Aðskilnaður vegna syndar okkar
Það er ómælanleg gjá sem aðskilur Guð og mann. Ástæða þessa eilífa aðskilnaðar milli Guðs og manns er synd.
Hefur þér einhvern tímann fundist þú fjarri Guði? Flestir hafa upplifa það. Að finna sig fjarri Guði er mjög algengt.
Margir sem finna þennan víðáttumikla aðskilnað gera ráð fyrir að ef þeir aðeins hugleiði betur, fræðist betur um átrúnað sinn, eða einfaldlega stígi inn í helgidóm, þá komist þeir nær Guði.
Þar sem aðskilnaðurinn frá Guði er ekki líkamlegur eða vitsmunalegur, þá getur hvorki hugleiðing né þekking komið okkur nær Guði. Hvað veldur þá aðskilnaðinum milli Guðs og manns?
Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft að hann heyri ekki. Nei, sekt yðar skilur yður frá Guði yðar, syndir yðar hylja auglit hans svo að hann hlustar ekki á yður.
Jes 59:1-2
Aðskilnaðurinn milli Guðs og manns er siðferðislegur aðskilnaður. Guð er heilagur; maðurinn er það ekki. Guð er góður; maðurinn er það ekki. Guð er réttlátur; maðurinn er það ekki.
Allir menn hafa syndgað; þar af leiðandi, bíður allra eilífur aðskilnaður frá Guði. Allir munu þurfa að taka afleiðingum syndarinnar, sem er eilífur dauði.
Allir hafa syndgað – óhlýðnast Guði og skortir dýrð hans…
Róm 3:23
Laun syndarinnar eru dauði en óverðskulduð gjöf Guðs til okkar er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni okkar og frelsara.
Róm 6:23
Lausnin: Syndafórn Guðs og staðgengill
Réttlæti Guðs krefst fórnar fyrir synd mannsins. Jesús Kristur varð þessi fórn og greiddi sektina fyrir synd okkar á krossinum.
Þar sem Guð er heilagur, réttsýnn og réttlátur gat hann ekki látið syndinni óhengt. Hann er fullur kærleika og meðaumkunar og vildi því ekki aðskilnað mannkynsins frá honum að eilífu. Hin guðlega lausn á þessu vandamáli var að Jesús, sonur Guðs, yrði að þessari syndafórn.
Þá hefði hann orðið að deyja margsinnis allt frá því að heimurinn varð til. Nei, það hefði verið óhugsandi! Hann kom í eitt skipti fyrir öll, á hinum síðustu tímum, til að brjóta vald syndarinnar á bak aftur að eilífu. Það gerði hann með því að deyja fyrir okkur. Eins og það liggur fyrir manninum að deyja einu sinni og koma síðan fyrir dóminn, þannig dó Kristur líka einu sinni sem fórn fyrir syndir margra. Eftir það mun hann koma á ný, ekki til að deyja fyrir syndir, heldur til að flytja þeim hjálpræði sitt sem hans bíða.
Heb 9:26-28
Hvað gerðist nákvæmlega á krossinum? Með dauða Jesú á krossi, tók hann okkar stað og okkar refsingu á sig. Hann skipti út réttlæti sínu fyrir synd okkar. Hann tók bölvun okkar og gaf okkur blessun sína.
Jesús einn var hæfur til að greiða sektina fyrir synd mannsins og að brúa bilið milli Guðs og manns, vegna þess að hann lifði lífi án syndar.
Guð lagði syndir okkar á Krist sem var syndlaus en í staðinn úthellti hann kærleika sínum yfir okkur.
2Kor 5:21
Nú hefur Kristur hins vegar keypt okkur laus undan dómi þessa vonlausa lagakerfis með því að taka á sig bölvunina sem fylgdi óhlýðni okkar. Það gerði hann á krossinum og það minnir ykkur eflaust á orð Biblíunnar: “Bölvaður er hver sá sem á tré hangir.”
Gal 3:13
Afleiðingin: Sáluhjálp okkar og sáttargjörð
Kristur dó á krossinum svo við gætum meðtekið fyrirgefningu synda okkar, eignast sátt við Guð, og eilíft líf.
Við höfum öll syndgað gegn heilögum og réttlátum Guði. Sektin fyrir syndina er eilífur aðskilnaður frá Guði í Helvíti. Guð er réttlátur og verður að refsa syndinni.
Hann er líka kærleiksríkur og vill ekki að við glötumst um eilífð. Þess vegna sendi hann son sinn, Jesú Krist, til að greiða sektina fyrir synd okkar með því að deyja á krossinum.
Þar sem Jesús var án syndar, gat dauðinn ekki haldið honum. Hann reis frá dauðum á þriðja degi. Í Kristi, finnum við fyrirgefningu synda okkar og eilíft líf.
Í honum erum við réttlætt frammi fyrir Guði og eignumst nýtt líf sem börn hans.
Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem trúir á hann glatist ekki, heldur eignist eilíft líf.
Jóh 3:16
Kærleikur hans er svo takmarkalaus að hann tók burt allar syndir okkar með dauða sonar síns og frelsaði okkur.
Ef 1:7
Nú tilheyrið þið Kristi Jesú! Þótt þið væruð áður fyrr langt frá Guði, eruð þið nálæg honum nú. Allt er það því að þakka sem Jesús Kristur gerði fyrir ykkur með dauða sínum.
Ef 2:13
Viðbrögðin: Að meðtaka gjöf Guðs í trú
Við meðtökum sáluhjálp þegar við hættum að treysta á okkur sjálf og setjum traust okkar á það sem Kristur gerði fyrir okkur.
Sáluhjálp er afleiðing náðar Guðs. Hún er byggð á því sem Jesús gerði fyrir okkur á krossinum. Hún hefur ekkert að gera með það sem við gerum fyrir hann.
Við getum ekki bjargað okkur sjálfum eða unnið okkur inn viðurkenningu Guðs með góðum verkum. Við frelsumst fyrir náð Guðs þegar við áttum okkur á þörf okkar fyrir frelsara, snúum frá synd, og tökum á móti Jesú Kristi sem Drottni okkar og frelsara. Þannig setjum við traust okkar um sáluhjálp á hann einan.
Ef þú játar með munni þínum að Jesús Kristur sé Drottinn þinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum, þá muntu frelsast. Trú mannsins veldur því að Guð lítur á hann sem hreinan og syndlausan. Með munni sínum segir hann síðan öðrum frá trú sinni og staðfestir þannig að hann sé hólpinn.
Róm 10:9-10
Það var miskunn Guðs að þakka að þið frelsuðust með því að trúa á Krist. Trú ykkar er ekki ykkur að þakka, hún er líka gjöf frá Guði. Hjálpræði Guðs er ekki laun fyrir góðverk ykkar og þess vegna getur heldur enginn þakkað sjálfum sér það.
Ef 2:8-9
Hagnýting
- Treystirðu Kristi einum fyrir sáluhjálp þinni en ekki eigin verðleikum?
- Hefurðu snúið þér frá meðvitaðri synd?
- Hefur þú játað Jesú sem Drottin yfir lífi þínu?
- Viltu fylgja honum og hlýða það sem eftir er lífs þíns?
Bæn um sáluhjálp
Himneski faðir, ég viðurkenni að aðskilnaðurinn á milli okkar er vegna syndar minnar.
Ég játa að ég hef syndgað og skorti tilfinnanlega dýrð þína. Ég þakka þér fyrir að senda son þinn, Jesú, til að greiða gjaldið fyrir synd mína.
Ég trúi að hann hafi dáið á krossinum fyrir mig. Ég trúi að þú hafir reist hann frá dauðum. Ég iðrast synda minna og ég bið þig að fyrirgefa mér og hreinsa mig.
Ég vil snúa mér frá öllu því sem Biblían kallar synd og taka við Jesú sem Drottni mínum og frelsara. Hjálpaðu mér að elska, þjóna og hlýða þér það sem eftir er lífs míns. Í Jesú nafni…Amen!
Nýtt líf
Ef þú hefur beðið þessarar bænar í einlægni, lofar Biblían því að hið gamla sé horfið og að nýtt sé komið í staðinn!
Í næstu sex kennslum muntu kynnast einhverju af því nýja sem nú þegar er komið.