Heim

Every Nation Ísland (ENÍ) vinnur með fjölskyldu kirkna og stúdentahreyfinga undir nafninu Every Nation. Markmið ENÍ er kristniboð og mikilvægi kristinnar trúar og setjum við fókusinn á skemmtileg og fræðandi samtöl við háskólanema. Við trúum því að Ísland geti orðið blessun fyrir aðrar þjóðir. Félagið er á almannaheillaskrá skattyfirvalda. Smelltu hér til að styðja félagið.

Af hverju háskólinn?

Í Reykjavík eru um fjórtán þúsund háskólanemar. Innan við 1% þeirra hafa í raun heyrt fagnaðarerindið. Þetta eru leiðtogar framtíðarinnar sem fara þannig á mis við hinn lífsbreytandi boðskap Biblíunnar og Jesú Krists. Lögfræðingar, læknar, ráðherrar, kennarar, eigendur fyrirtækja, bankastjórar, ofl.. Sú hugmyndafræði sem ræður ríkjum í háskólum í dag mun móta Ísland til allrar framtíðar.

Líðan háskólanema fer versnandi; rúmlega þriðjungur háskólanema á Íslandi mælist með miðlungs eða alvarleg einkenni þunglyndis. Við viljum miðla þeim lífsbreytandi sannleika sem byggir á Jesú Kristi.

Stuðningur og þátttaka

Every Nation Ísland (ENÍ) er rekið fyrir stuðning hóps fólks um allt land. Innan við helmingur stuðningsins kemur erlendis frá.

Ágúst Valgarð er fyrsti kristniboðinn á vegum ENÍ og er núna að byggja upp stuðningsnet til að vera í fullu starfi sem kristniboði. Smelltu hér til að vita meira um Ágúst Valgarð.