Heim

Um Every Nation Ísland

Every Nation Ísland er hluti af fjölskyldu kirkna og stúdentahreyfinga undir nafninu Every Nation. Tilgangur Every Nation Íslands (ENÍ) er trúboð og framgangur heilbrigðrar kristinnar trúar á Íslandi, með fókus á háskólanema, með það markmið að sjá Ísland verða blessun fyrir þjóðirnar. Félagið er á almannaheillaskrá.

Stjórn Every Nation Íslands skipa:

  • Ágúst Valgarð Ólafsson – kristniboði hjá Every Nation Ísland
  • Hjalti Skaale Glúmsson – framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar
  • Þorsteinn Jóhannesson – verkfræðingur hjá ISAVIA

Af hverju háskólinn?

Það eru fjórtán þúsund háskólanemar í Reykjavík. Innan við eitt prósent þeirra hafa fengið tækifæri til að heyra fagnaðarerindið. Þetta eru framtíðar leiðtogar Íslands. Þetta eru lögfræðingar, ráðherrar, eigendur fyrirtækja, kennarar og bankastjórar framtíðarinnar. Þær hugmyndir sem ríkja í háskólum núna móta Ísland eftir ca. 30 ár.

Líðan háskólanema fer versnandi. Rúmlega þriðjungur háskólanema á Íslandi mælist með miðlungs eða alvarleg einkenni þunglyndis. Það er tækifæri núna að gefa von með Jesú Kristi.

Stuðningur og þátttaka

Every Nation Ísland (ENÍ) er rekið fyrir stuðning hóps fólks um allt land. Innan við helmingur stuðnings kemur erlendis frá.

Ágúst Valgarð er fyrsti kristniboðinn á vegum ENÍ og er núna að byggja upp stuðningsnet til að geta farið í fullt starf sem kristniboði. Smelltu hér til að vita meira.