Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!”
Mrk 1:17
Þessi fimm skref hjálpa þér að byrja göngu þína með Kristi.
Skref 1
Treystu því að sáluhjálp þín komi frá Kristi einum, en ekki frá þér eða verkum þínum.
Það var miskunn Guðs að þakka að þið frelsuðust með því að trúa á Krist. Trú ykkar er ekki ykkur að þakka, hún er líka gjöf frá Guði. Hjálpræði Guðs er ekki laun fyrir góðverk ykkar og þess vegna getur heldur enginn þakkað sjálfum sér það.
Ef 2:8-9
Skref 2
Snúðu þér frá öllu sem biblían kallar synd.
En Guðs styrki grundvöllur stendur, merktur þessum innsiglisorðum:
„Drottinn þekkir sína,“ og: „Hver sá sem nefnir nafn Drottins haldi sér frá ranglæti.“
2Tím 2:19
Skref 3
Taktu þátt í heimahópi og vikulegum samkomum.
Gætum hvert að öðru og hvetjum hvert annað til að sýna hjálpsemi og að gera öðrum gott. Vanrækjum ekki söfnuð okkar eins og sumir gera, heldur hvetjum og áminnum hvert annað, sérstaklega nú er endurkoma Jesú nálgast.Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka.
Heb 10:24-25
Skref 4
Lestu Biblíuna og hlýddu henni alla daga.
Þessi lögbók skal ekki víkja úr munni þínum. Þú skalt hugleiða efni hennar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel.
Jós 1:8
Skref 5
Segðu öðrum frá sambandi þínu við Krist.
…en Jesús leyfði það ekki. „Farðu heim til þín og þinna,” sagði hann, „og segðu þeim hve mikið Guð hefur gert fyrir þig og hversu hann hefur miskunnað þér.” Maðurinn fór því til þorpanna tíu þar í héraðinu og sagði öllum frá þeim stórkostlegu hlutum sem Jesús hafði gert fyrir hann og undruðust það allir.
Mrk 5:19-20