1 Rétt byrjun

Á árunum 1974-1979, var upprennandi unglingaleiðtogi að nafni Ron í heimabæ mínum Jackson, Mississippi. Hann kom í skólana og deildi fagnaðarerindinu djarflega „maður á mann“ með hverjum þeim sem vildi hlusta, og með sumum sem vildu það ekki.

Í gegnum árin fengu óteljandi unglingar að heyra og skilja áætlun Guðs um sáluhjálp í fyrsta sinn. Hundruðir brugðust við. Margir fóru að þjóna Drottni í kristilegu starfi sem upphafsmenn nýrra kirkna, unglingaleiðtogar, forstöðumenn og trúboðar.

Ég er einn þeirra sem heyrði fagnaðarerindið í fyrsta sinn frá Ron um miðjan 8. áratuginn. Hinsvegar voru fyrstu viðbrögð mín við bæði Ron og fagnaðarerindinu ekki þau að iðrast, heldur að taka til fótanna.

Ég flúði frá Ron, frá lærisveinum hans, og frá Guði. Ég var á flótta í um 6 mánuði, forðaðist Ron eins vel og ég gat. Það var erfitt verk þar sem hann virtist birtast allstaðar.

Hann var á öllum fótboltaleikjum og körfuboltaleikjum. Hann var á skólagöngunum, í matsalnum, á bílastæðinu. Hann og lærisveinahópur hans voru alltaf að bjóða mér á annað æskulýðsmót, annan Biblíulestur, aðra bænastund eða annað unglingakvöld í kirkjunni.

Í nóvember 1975 brást ég loks við fagnaðarerindinu. Ég iðraðist og setti traust mitt eingöngu á Krist.

Til allrar hamingju endaði það ekki þar. Ron vildi ekki skera út hak á vel snjáða Biblíu sína, sem merki um enn aðra hólpna sál, og láta þar við sitja.

Þar sem hann var ekki á höttunum eftir að bjarga sálum heldur að gera aðra að lærisveinum, var sú vinna hans með mig rétt að byrja. Hann bætti mér í einn af „heimahópunum“ sínum, þar sem við vorum um það bil átta sem hittumst vikulega og lærðum að ganga með Guði.

Ég hef trú á trúboði, eftirfylgni og þjálfun lærisveina sem fer fram maður á mann.

Og ástæðan er þessi. Ron deildi fagnaðarerindinu með mér. Ég brást ekki við því. Ég flúði. Ron elti.

Í sex mánuði elti hann mig, vitnaði fyrir mér og bað fyrir mér. Hann einfaldlega vildi ekki láta sig hverfa. Það er sönn eftirfylgni, maður á mann.

Eftir að ég brást við fagnaðarerindinu, byrjaði Ron að þjálfa mig í litlum hópi. Hann kenndi mér hvernig ætti að nema Biblíuna og lifa samkvæmt henni.

Hann kenndi mér hvernig ætti að biðja. Hann kenndi mér að deila trú minni og hvernig ég ætti að gera aðra að lærisveinum. Það er lærisveinaþjálfun maður á mann.

Persónuleg eftirfylgni og að gera aðra að lærisveinum. Það er kristniboðsskipunin. Um það snýst þetta efni.

Maður á mann var skrifað sem einfalt verkfæri til hjálpar við eftirfylgni og þjálfun lærisveina. Það er leiðarvísir. Það eitt og sér þjálfar ekki lærisveina, en það getur hjálpað þér að gera aðra að lærisveinum.

En framar öllu, er það Rétt byrjun fyrir nýja lærisveina.

Steve Murrell
Manila, Philippines, 1996