5. Drottinvald

Nýr meistari

Ég lýsi því hér með yfir við alla í Ísrael að Guð hefur gert þennan Jesú, sem þið krossfestuð, bæði að Drottni og Kristi!
Post 2:36

Drottinvald er eitt af megin boðum Biblíunnar. Vísað er til Jesú sem drottinn 100 sinnum í Postulasögunni og 622 sinnum í öllu Nýja testamentinu, á meðan aðeins er er vísað til hans sem frelsara 2 sinnum í Postulasögunni og 24 sinnum í Nýja testamentinu. Biblían leggur gríðarlega áherslu á hugmyndina um drottinvald. Drottinn þýðir meistari, sá sem hefur ákvörðunarréttinn, sá sem tekur ákvarðanirnar.

Drottinvald og sáluhjálp

Upphafspunktur sáluhjálpar er viðurkenning þess að Jesús er drottinn. Að játa að Jesús sé drottinn gefur í skyn undirgefni til drottinvalds hans á öllum sviðum lífsins. Ef Jesús er ekki drottinn alls, þá er hann einfaldlega ekki drottinn. Við getum ekki valið að meðtaka hann sem frelsara en ekki sem drottinn. Sáluhjálp er tilboð sem snýst um allt eða ekkert.

Ef þú játar með munni þínum að Jesús Kristur sé Drottinn þinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum, þá muntu frelsast.
Róm 10:9

Drottinvald krefst hlýðni

Það er ætlast til þess að hver sem játar Krist sem drottinn sinn geri það sem hann segir. Vitsmunaleg trú og tóm játning er ekki nóg. Ef við játum Krist sem drottinn okkar ætti lífsstíll okkar að sýna fram á það.

Hvers vegna kallið þið mig „Herra” en viljið svo ekki hlýða mér?
Lúk 6:46

Ekki eru allir guðræknir, sem tala guðrækilega. Þeir ávarpa mig: „Herra” – en munu samt ekki komast til himins, heldur aðeins þeir sem gera það sem faðir minn á himninum vill að þeir geri.
Mat 7:21

Drottinvald byrjar í hjartanu

Að vera undirgefin Kristi sem drottni snýst ekki um að fylgja röð af trúarlegum reglum og hefðum, heldur snýst drottinvald um hjartað. Drottinvald byrjar sem innri undirgefni hjartans. Ef hún er sönn, mun hún að lokum birtast sem ytri hlýðni.

Takið öllu með ró og stillingu og treystið Drottni, Jesú Kristi.
1Pét 3:15

Drottinvald er stöðug gang með Guði

Við byrjum okkar kristna líf með því að viðurkenna að Jesús er drottinn. Við verðum að halda áfram að ganga undir hans drottinvaldi allt okkar líf. Drottinvald snýst ekki um að eiga eina upplifun með Guði, heldur um að mynda ævilanga göngu með Guði. Því meira sem við þekkjum hann, því meira felum við líf okkar honum í hendur.

Nú skuluð þið, sem tókuð á móti Kristi, einnig treysta honum til að ráða fram úr vandamálum líðandi stundar og lifa í stöðugu samfélagi við hann.
Kól 2:6

Hagnýting

  • Eru einhver staðir í þínu lífi sem þú hefur ekki enn lagt undir drottinvald Jesú Krists?
  • Eru sambönd þín við aðra undir hans drottinvaldi?
  • Eru fjármálin þín undir hans drottinvaldi?
  • Er tími þinn undir hans drottinvaldi?