2. Boðið mikla

Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!”
Mrk 1:17

Fyrir rúmum 2000 árum gekk Jesús að hópi venjulegra fiskimanna og bauð þeim einstakt boð: Að koma og fylgja sér. Með því fylgdi loforð: Að ef þeir fylgdu honum myndi hann gera þá að mannaveiðurum.

Komdu til Jesú og láttu hann móta þig. Farðu út í heiminn og mótaðu aðra. Þetta er hið mikla boð til lærisveinsins. Það sem meira er, þegar þeir fylgdu honum komust þeir að því að þeir voru ekki einir á ferð. Þeir bættust í hóp lærisveina sem fylgdust að, urðu að fjölskyldu með ákveðið hlutverk og að lokum að kirkjunni – sem margfaldaðist og breiddist út til allra þjóða heims. Þetta er hið mikla boð sem Jesús býður okkur enn í dag.

Hvernig þú færð sem mest út úr þessari bók

Þessi bók nýtist best í samtali tveggja eða í mjög litlum hópum. Lærisveinaþjálfun snýst um samband, svo það er mikilvægt að vera ekki einn á ferð.

Helst skaltu skuldbinda þig til að hittast í hverri viku eða að minnsta kosti aðra hverja viku með einhverjum sem er lengra kominn en þú og getur hjálpað þér á leiðinni.

Lestu kaflann áður en þið hittist, skoðaðu og íhugaðu ritningarstaðina og textann. Gefðu þér tíma til að hugsa málið, finna spurningar eða atriði sem þú vilt ræða, eða svið þar sem þú gætir þurft hjálp til að skilja og tileinka þér sannleikann.

Lærisveinar þekkja ekki aðeins kenningu Jesú. Þeir komast að persónulegri sannfæringu um sannleika hans og velja að hlýða, og leyfa Guði að umbreyta sér í því ferli.

Það mun því vera gagnlegt í lok fundar ykkar að skrifa stutta samantekt um það sem þú hefur lært og ákveða eitt atriði sem þú ætlar að byrja að tileinka þér. Deildu því síðan með viðkomandi svo hann geti hvatt þig, beðið fyrir þér og stutt þig á ferðalaginu.

Að lokum, þessi sannleikur er fyrir alla, svo byrjaðu að finna og biðja fyrir fólki sem þú getur miðlað honum til!