2024-11-29 Þetta námskeið hefur verið sett á ís í bili til að spara hýsingarkostnað. Mögulega verður efnið gefið út í bókarformi síðar. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um vakningu, eða fylgjast með því sem gerist, þá skráðu þig á póstlistann til að fylgjast með.
Það sem er hér fyrir neðan var birt í lok ágúst 2024:
Ég skrifaði þetta námskeið til að hjálpa okkur að vinna með Guði í þeirri vakningu sem ég trúi að Hann sé að undirbúa fyrir Ísland. Það hvatti mig sérstaklega að hlusta á Jon Tyson predika um vakningu á Kotmóti 2024.
- Námskeiðið samanstendur af tölvupóstum sem þú færð senda annan hvern dag. Skráning er hér fyrir neðan.
- Til að deila þessu með öðrum má senda þeim einhvern af póstunum (það er hlekkur til að skrá sig efst í öllum póstum) eða deila þessari síðu.
- Það eru 17 póstar á námskeiðinu.
- Flestir ættu að vera innan við 5 mín. að lesa hvern póst.
- Neðst í flestum póstum er verkefni. Ég hvet þig til að vinna þau því við vitum að þeir vaxa sem framkvæma. Ekkert kemur af engu…
- Ef þú vilt hætta þá er hlekkur neðst í öllum póstum til að afskrá sig.
- Þetta póstnámskeið er ókeypis. Bæn mín er að þetta hvetji þig eins og það var hvatning fyrir mig að setja þetta saman.
Þóra Ingvarsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og leiðréttingar. Allar villur sem kunna enn að vera til staðar eru á mína ábyrgð.
Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir og eins ef þú rekst á eitthvað sem betur má fara þá sendu mér skilaboð hér.
Guð blessi þig!