Stephen Busic

Stephen Busic, Veraldlegur aðgerðarsinni fyrir réttindum manna og dýra, Tennessee

Ég hitti vin minn Ágúst Ólafsson fyrst á skólaferðalagi á Íslandi árið 2021. Við fundum fljótt sameiginlegan áhuga okkar á heimspeki. Ég hafði nýlega lokið námi í stærðfræði frá Lee Háskóla. Ástríða mín var þó í aukagráðum sem ég tók í guðfræði og heimspeki. Ég var líka að fóta mig sem efasemdarmaður búandi í suðurríkjum bandaríkjanna þar sem trúað fólk er í meirihluta. Ágúst var á sama tíma að byggja upp kristið starf á Íslandi sem að meirihluta er veraldlegt svæði. Við vissum því báðir hvernig er að vera öðruvísi og sjá fólk bregðast við heimssýn okkar af ótta frekar en gagnvæmri virðingu og forvitni.

Ég varð efasemdarmaður þegar ég stundaði grunnnám í heimspeki trúarbragða. Þegar ég vóg staðreyndirnar eins heiðarlega og ég gat þá varð þetta niðurstaðan og það sem ég aðhyllist enn í viðvarandi leit minni að sannleika. Með því að vera nemandi í kristnum háskóla á þeim tíma sem ég hætti að trú á tilvist Guðs þá átti ég fjölmörg samtöl um kristna trúvörn (apologetics). Ég hef upplifað allt sviðið í slíkum samtölum. Ég hef rætt við kristna einstaklinga sem gáfu sér ekki tíma til að skilja afstöðu mína en úthrópuðu viðleitni mína við sannleiksleit sem andavald. Ég ræddi líka við þjálfaða kristna heimspekinga sem brýndu gagnrýna hugsun mína mjög og mættu mínum efahyggjuheila með eftirvæntingu og viðurkenningu.

Það er mér ánægja að segja frá því að Ágúst er klárlega í seinni hópnum. Á þeim árum sem við höfum þekkst og ræðst við þá hefur það aldrei komið fyrir að hugmyndum mínum eða spurningum hafi verið mætt af óþolinmæði eða afneitun. Það sem meira er, við höfum alltaf ástundað heimspeki saman. Það er frábær upplifun að geta rætt opinskátt um stærstu spurningar lífsins við umhyggjusaman vin sem einnig er með sínar eigin spurningar.

Of oft detta sérfræðingar (eða fulltrúar einhvers hugmyndakerfis) í þá gryfju að segja bara „réttu hlutina” í stað þess að hlusta. Hvort sem þú eru trúaður eða efasemdamaður eins og ég, þá getur þú vænst þess að samtöl við Ágúst muni skerpa báða aðila. Vænstu líka þess frelsis að vera algerlega ósammála og hafa gaman að öllu saman. Þú sérð ekki eftir því!

Stephen Busic vefsíður:

https://www.wethesentient.com
https://www.stephenbusic.com