Ágúst Valgarð Ólafsson

Ég sé Ísland fyrir mér sem uppsprettu gæsku fyrir þjóðirnar. Ég vinn að því með því að styrkja háskólanema til að meðtaka umbreytandi boðskap Jesú, hlúa að trú þeirra og búa þá til að hafa áhrif á heiminn sem ástríðufullir lærisveinar.

Með því að breyta háskólunum til góðs þá breytum við heiminum til góðs.

Ég heiti Ágúst Valgarð Ólafsson og er kristniboði á Íslandi, með áherslu á háskólanema.

Menntun og reynsla

Menntun
  • 1998 Tónmenntakennari (BEd) frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
  • 2004 Tölvunarfræðingur (BSc) frá Háskólanum í Reykjavík.
  • 2008 Guðfræðingur (MDiv) frá The Masters Institute, Minnesota.
Reynsla
  • 1994 – 1995 Organisti við Miðdalskirkju.
  • 1996 – 1998 Stjórnandi barnakórs Bústaðakirkju.
  • 1998 – 2000 Sölumaður hjá Würth á Íslandi.
  • 2000 – 2005 Kögun og VKS.
  • 2002 – 2012 Setti upp og sá um upplýsingakerfi fyrir ABC barnahjálp.
  • 2008 – 2024 Austurnet, AN Lausnir, AXNorth, SAG og HSO. C#, SQL og Microsoft Viðskiptalausnir.
  • 2015 – 2019 Annar af forstöðumönnum Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi (hlutastarf).
  • 2024 – Kristniboði og framkvæmdastjóri ENÍ.

Umsagnir

Aron Hinriksson, framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi
Ágúst hefur stórt hjarta fyrir því að gefa öðrum tækifæri til að heyra fagnaðarerindið og deila kærleika Jesú með heiminum. Hann lætur verkin tala og er einbeittur og duglegur að ná til fólks á skapandi hátt.
Sharon Franta, Bridgewood Community Church Minnesota.
Ég hef þekkt Ágúst í yfir 15 ár og hef séð frá fyrstu hendi hjarta hans fyrir Íslandi. Hann er leiðtogi leiðtoga og sér stærra samhengi þess sem getur orðið – og veit hvernig á að vinna staðfastlega að því að það verði af heilindum og auðmýkt. Ég er glöð að fá að mæla með því sem Guð hefur lagt honum á hjarta.
Dr. Rice Broocks, höfundur bókarinnar „Guð er ekki dáinn“ og einn þriggja stofnenda Every Nation.
Ég hitti Ágúst Ólafsson 2016 fyrir guðlega íhlutun. Hann er trúfastur þjónn fagnaðarerindisins. Seigla hans og ástríða fyrir þjónustu til þjóðar sinnar er til fyrirmyndar. Ágúst er kristniboði, maður uppörvunar og trúar sem ég hef verið blessaður af að vinna með.
Dr. Mike Brownnutt, Umsjónarmaður hjá The Faraday Institute for Science and Religion
Ágúst er maður sem lætur hlutina gerast. Hann fer þangað sem Guð leiðir og gerir það sem þarf til að byggja upp. Ágúst er bæði einbeittur og gefandi í því að leiða, þjóna, hjálpa og tengja fólk saman. Ég hef séð hann vinna þvert yfir menningarheima og færa saman fólk frá evrópu, bandaríkjunum og asíu til að koma á alþjóðlegum viðburðum sem hafa náð til fólks með fagnaðarerindið óháð staðsetningu.
Fred Thoni, Healing Ministry Director við North Heights Lutheran Church, Minnesota
Guð hefur reist Ágúst upp til að vera öflug rödd sannleika og náðar á okkar dögum. Gjafir hans og innsæi eru sjaldgæf. Hann talar af umhyggju og dýpt, og segir óttalaust frá góðu fréttunum um Jesú Krist.
Frans Olivier, European Director of Evangelism for Every Nation
Það voru forrétindi að vinna náið með Ágústi í fjögur ár, finna og byggja upp kristniboða staðsetta í staðbundnum kirkjum um alla Evrópu. Hann hefur stórt hjarta fyrir þjóð sinni, að ná til ungs fólks með fagnaðarerindið en umfram allt ástríðu fyrir Jesú.
Chris Parker, New Life Church, Teesside
Það er aflmikil auðmýkt þegar Ágúst kennir um kristniboð og trúvörn (apologetics). Flókin efni verða aðgengileg. Trúvörn fyrir alla.
Stephen Busic, Veraldlegur aðgerðarsinni fyrir réttindum manna og dýra, Tennessee
Ég hitti vin minn Ágúst Ólafsson fyrst á skólaferðalagi á Íslandi árið 2021. Við fundum fljótt sameiginlegan áhuga okkar á heimspeki. Lesa meira…

Viltu styðja starfið?

  1. Bóka samtal: Bókaðu spjall á tíma sem hentar þér – við getum tekið símtal, netspjall eða hist – hvað sem hentar.
  2. 30 mín. samtal: Þú færð góða mynd af því sem ég er að gera og hvernig þú getur hjálpað til við að ná til háskólanema með fagnaðarerindið. Ég vil kynnast fólkinu sem styður mig til þjónustu.
  3. Hefja stuðning: Komdu í stuðningsliðið og byrjum að breyta lífi háskólanemenda með fagnaðarerindinu. Ég sendi út mánaðarlegt fréttabréf (og hlaðvarp) og kappkosta að vera í góðu sambandi við stuðningsaðila mína. Stuðningsaðila búsetta á Íslandi hitti ég minnst árlega en stuðningsaðila erlendis þriðja hvert ár.