Hjálpum Úkraínu

Öll kvöld kl.21 eru hálftíma bænastundir á Messenger fyrir Úkraínu og Rússlandi. Hafið samband við Ágúst til að taka þátt.

Saga verkefnisins og bakhjarlar

Every Nation Iceland eru íslensk, frjáls félagasamtök (non profit). Hjónin Ágúst Valgarð Ólafsson og Kolbrún Berglind Grétarsdóttir hafa frumkvæði að verkefninu “Hjálpum Úkraínu.”

Ágúst fór á ráðstefnu í Gent í Belgíu í október 2021 þar sem hann vingaðist við hóp frá Úkraínu. Helsti tengiliður verkefnisins er Oleh Pylyp, en hann kom í 10 daga heimsókn til Íslands í janúar 2022. Oleh býr í Lviv en flúði til Krakow í upphafi stríðsins, þaðan sem hann, ásamt fleirum, gera sitt besta til að skipuleggja og veita aðstoð.

24.janúar 2022 var Oleh í viðtali á Lindinni, smelltu hér til að hlusta.

Fréttir

Fréttir verða settar inn hér á síðuna og á instagram.com/hjalpum_ukrainu

[instagram-feed feed=2]